- Skólinn
- Foreldrar
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Nám & kennsla
- Starfsfólk
Heimavinnustefna Holtaskóla
Heimanám er þáttur sem hefur verið hluti af skólastarfinu í langan tíma, sem á að auka velgengni nemenda í námi og þjálfi góðar námsvenjur. Umsjónarkennarar gera sitt allra besta að halda heimanám í hófi til að íþyngja ekki nemendum og fjölskyldum þeirra. Heimanám er mikilvægur hluti kennslu og skapar námslega agaða og vel menntaða nemendur. Megin tilgangur heimanáms á að efla ábyrgð nemenda á eigin námi, þjálfa og efla færni nemenda. Þessi ávinningur hjálpar nemendum að verða lífstíðarnámsmenn sem stuðlar að gagnrýninni hugsun og enn betri hugtaka- og upplýsingavinnslu. Með heimanámi gefst foreldrum tækifæri til þess að fylgjast enn betur með því sem gerist í skólum,
Almenn markmið:
Að efla sjálfstæði og sjálfsaga nemenda.
Að auka færni nemenda.
Að þjálfa og efla færni nemenda.
Að ábyrgð nemenda á eigin námi aukist.
Hlutverk kennara:
Gæta þess að heimanám sé stillt í hóf.
Fara yfir heimanámið með nemendum og gefa jákvæða endurgjöf.
Hafa yfirsýn og eftirlit með að heimanám sé unnið.
Stuðla að því að efla samstarf milli skóla og heimila.
Hlutverk nemenda:
Að þróa með sér námsvitund og sjálfstæð vinnubrögð.
Að bera ábyrgð á eigin námi.
Ljúka heimanámi á tilsettum tíma, í samráði við kennara.
Hlutverk foreldra:
Vera jákvæð og skapa barninu góðar aðstæður fyrir heimanámi.
Sýna barninu stuðning og hvatningu.
Leiðbeina barninu með það að það taki smám saman sjálft meiri ábyrgð á heimanámi.
Vera í sambandi við skólann og/eða kennara ef heimavinna er ekki við hæfi (of létt/erfið, of lítil/mikil).
Heimavinnuaðstoð Holtaskóla – skráning fer fram hjá ritara: osp.birkisdottir@holtaskoli.is
Allar upplýsingar um heimanám í Holtaskóla eru skráðar á Mentor.