Samskiptavandi eða einelti
Hafi foreldrar eða einhver annar grun um einelti er mikilvægt að þeir tilkynni grun sinn á þar til gert eyðublað: Tilkynning um samskiptavanda eða einelti.
Leiðarljós Holtaskóla:
Holtaskóli er samfélag sem einkennist af virðingu, ábyrgð, virkni og ánægju. Í því felst að einelti er ekki liðið í Holtaskóla því það er á allan hátt í andstöðu við leiðarljós skólans. Í einelti felst virðingarleysi, óábyrgð, það dregur úr virkni þess sem fyrir því verður og ánægju þátttakenda og þeirra sem í skólanum eru. Í skólanum starfar samskipta- og eineltisteymi sem vinnur að forvörnum gegn einelti samkvæmt PBS- kerfinu, Stöndum saman - Forvarnir gegn einelti í heildstæðum stuðningi við jákvæða hegðun auk þess sem teymið er kallað til komi upp samskiptavandi eða eineltismál.
Hvað er einelti?
Einelti er endurtekin athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, móðga, særa, mismuna, útskúfa eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Einelti hefur margar birtingarmyndir en það getur falist í móðgun, særandi orðræðu, ógnun, baktali, útbreiðslu lyga og líkamsmeiðingum svo eitthvað sé nefnt. Fólk hefur misjafnt sársaukaþol, misjafnt skopskyn og tilfinningar. Ef einelti varir og enginn styður þá sem verða fyrir því, er hætta á að viðkomandi beri þess merki ævilangt. Einnig eru mörg dæmi þess að gerendur eigi um langt skeið í vanda vegna gerða sinna, þeir þurfa því ekki síður á hjálp að halda.
Stundum er eineltið augljóst öllum sem vilja sjá það en oft er það mjög dulið og alls ekki augljóst.
Forvarnir - Hvað geta foreldrar/forráðamenn gert?
Hér má finna góðan gátlista ef grunur kemur upp um samskiptavanda eða einelti.
Meðferð eineltismála
Ef grunur vaknar um einelti er unnið eftir samræmdum verklagsreglum Reykjanesbæjar.
Samskipta- og eineltisteymi
Í samskipta- og eineltisteymi sitja Ása Kristín Margeirsdóttir - kennari í námsveri, Edda Guðrún Pálsdóttir - deildarstjóri stoðþjónustu, Jenný Þórkatla Magnúsdóttir - þroskaþjálfi, Silja María Albertsdóttir - náms- og starfsráðgjafi, Valdís Inga Steinarsdóttir - kennari og Thelma Dögg Árnadóttir - þroskaþjálfi,