Í Málveri Holtaskóla er námsgreinin íslenska sem annað tungumál kennd. Það er námsgrein fyrir nemendur sem hafa ekki nægilegt vald á íslensku til að geta stundað nám í íslenskum skólum til jafns við aðra nemendur. Þetta á jafnt við um tvítyngda (fjöltyngda) nemendur og nemendur af íslenskum og erlendum uppruna.
Nám í greininni miðar að því að nemendur með annað móðurmál en íslensku fylgi jafnöldrum sínum í öllu námi eftir því sem kostur er. Þetta þýðir að viðfangsefni íslensku sem annars tungumáls tengjast öllum námsgreinum. Áhersla er lögð á lestur, orðaforðavinnu, ritun, stafsetningu og móðurmáls notkun. Móðurmál nemenda er mikilvægt fyrir farsælt nám í íslensku sem öðru tungumáli, því fá nemendur stuðning til að tengja saman sitt fyrsta og annað tungumál sem mest, allir nemendur ná tökum á að nýta stafræna tækni til að ná betra valdi á námi sínu. Í Málveri býðst foreldrum nemenda stuðningur við nám barna sinna svo og hvatning til að hlúa að og rækta móðurmál þeirra.
Starfsfólk Málvers
Erla Þorsteinsdóttir verkefnastjóri