Skólastefna

Stefna Holtaskóla grundvallast á grunnskólalögum, aðalnámskrá grunnskóla, skólastefnu Reykjanesbæjar og sérstöðu Holtaskóla.

Leiðarljós Holtaskóla

Holtaskóli er samfélag sem einkennist af Virðingu, Ábyrgð, Virkni og Ánægju. Þessi kjörorð eru höfð að leiðarljósi við þau störf sem allir aðilar í skólastarfinu koma að, þar með talin eru þau störf sem lúta að því að framfylgja stefnu skólans.

Hlutverk

Hlutverk Holtaskóla er að miðla þekkingu, skapa gott námsumhverfi og styrkja félagsþroska og jákvæða námshegðun. 

Framkvæmd

  • við miðlum þekkingu með fjölbreyttum kennsluaðferðum og kennsluháttum og skilvirkri tengingu við Aðalnámskrá grunnskóla.
  • við vinnum saman og leggjum metnað í að sækja og miðla hugmyndum og efni jafnt innan skólans og út fyrir skólann.
  • við sköpum gott námsumhverfi með því að koma til móts við þarfir, áhuga og hæfileika mismunandi einstaklinga.
  • við beitum einstaklingsmiðuðum vinnubrögðum til að koma sem best til móts við náms- og félagslegar þarfir nemenda.
  • við kennum jákvæða náms- og félagslega hegðun sem við styrkjum með virkri endurgjöf og uppbyggilegu viðmóti. Til hliðsjónar höfum við fáar en einfaldar reglur sem allir starfsmenn og nemendur skólans virða.

Til að ná ofangreindu fram verður starfsfólk Holtaskóla að:

  • sýna áhuga og metnað.
  • sýna fagmennsku og góða samvinnu.
  • vera góðar fyrirmyndir í einu og öllu.
  • vinna með foreldrum og nærumhverfi.

Afrakstur

Ofangreint skilar nemendum okkar sterkari út í þjóðfélagið.

Stefna Holtaskóla er tekin út og vottuð af utanaðkomandi aðila einu sinni á ári.