Náms- og starfsráðgjöf
Náms- og starfsráðgjafi er fyrst og fremst talsmaður nemenda og er bundinn þagnarskyldu um persónuleg mál þeirra nema þegar líf, heilsa og öryggi er í húfi.
Náms- og starfsráðgjöf er fyrst og fremst þjónusta við nemendur en foreldrar/forráðamenn geta einnig leitað til náms- og starfsráðgjafa vegna málefna nemenda.
Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að vinna með nemendum, forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og starfsfólki skólans að ýmiss konar velferðarstarfi sem snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda.
Náms- og starfsráðgjafi getur m.a. aðstoðað við að:
-leiðbeina nemendum um góð vinnubrögð og námsvenjur
-veita upplýsingar um framhaldsnám og kynna framhaldsskóla
-aðstoða nemendur við að finna eigið áhugasvið, gera sér grein fyrir gildismati og hæfileikum
-aðstoða nemendur við að leita upplýsinga um nám, skóla, störf og vinnumarkaðinn
-kenna leikni við ákvarðanatöku þannig að val nemenda sé vel ígrundað
Náms- og starfsráðgjafi Holtaskóla er Silja María Albertsdóttir
Viðtalstímar eftir samkomulagi.