Eikin er sérdeild fyrir börn með einhverfu í Reykjanesbæ. Eikin var stofnuð við Holtaskóla haustið 2001 og þá var einn nemandi í deildinni. Í dag eru að meðaltali 8 - 10 nemendur í deildinni á hverju ári. Kennslufyrirkomulag er miðað við TEACCH líkanið og þjálfun fer fram með atferlismótun að hluta. Kennsla í deildinni er að öðru leyti byggð á aðalnámskrá grunnskóla. Nemendur deildarinnar sækja tíma með sínum jafnöldrum eftir því sem við verður komið og njóta þá aðstoðar stuðningsfulltrúa. Þeir fá einnig viðbótartíma í leikfimi og sundi.
Starfsfólk Eikarinnar:
Deildarstjóri er Edda Guðrún Pálsdóttir
Þroskaþjálfarar eru Halldóra Steina B Garðarsdóttir, Jóhanna Steinunn Þórisdóttir, María Erla Finnbjörnsdóttir, Thelma Dögg Árnadóttir og Tinna Kristjánsdóttir (í leyfi)
Kennarar eru Björg María Ólafsdóttir, Hjördís Emilsdóttir og Steinunn Rúna Ragnarsdóttir
Við deildina starfa einnig stuðningsfulltrúar.