- Skólinn
- Foreldrar
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Nám & kennsla
- Starfsfólk
Verklagsreglurnar eru settar samkvæmt reglugerð nr. 585/2010 um stuðning við nemendur með sérþarfir í grunnskóla og lögum nr. 91/2008 um grunnskóla.
Móttaka beiðna
Forráðamenn leggja fram beiðni um aðkomu stoðþjónustu við umsjónarkennara eða deildarstjóra stoðþjónustu. Viðtakandi skrásetur beiðni forráðamanna á viðeigandi eyðublað sem deildarstjóri stoðþjónustu tekur við og vistar á læstu svæði.
Mat á beiðni
Deildarstjóri stoðþjónustu leggur mat á beiðnina með umsjónarkennara og ræðir eftir þörfum á fundi stoðþjónustuteymis.
Kortlagning
Deildarstjóri stoðþjónustu safnar upplýsingum um nemandann frá kennurum og öðrum sérfræðingum. Leggur hann til eftir þörfum við umsjónarkennara að vinna kortlagningu á stöðu barns. Beiðni forráðamanna lögð fyrir á nemendaverndarráðsfundi ef þörf er á.
Stuðningsáætlun
Þjónustuaðili útbýr stuðningsáætlun í samráði við forráðamenn og nemanda. Forráðamenn samþykkja stoðþjónustu á rafrænu eyðublaði sem er vistað í skjalavistunarkerfi Reykjanesbæjar, GoPro.
Framkvæmd
Aðilar innan stoðþjónustuteymis skólans sinna þjónustu við nemandann samkvæmt stuðningsáætlun. Deildarstjóri stoðþjónustu sinnir reglulegu eftirliti með framvindu og endurskoðun á stuðningsáætlun.
Samstarf og samskipti
Forráðamenn eru reglulega upplýstir um framgang og haldnir eru teymisfundir eftir þörfum til þess að endurmeta stöðuna. Boðar deildarstjóri stoðþjónustu eða annar skólastjórnandi til fundar. Stoðþjónustuteymi skólans metur þjónustu við nemandann.