Aðventan er runnin í hlað og að því tilefni ætlar starfsfólk og nemendur Holtaskóla að brjóta upp hina hefðbundna dagskrá. Margar hefðir eru í föstu formi yfir hátíðirnar en þess má geta að aðventa er annað heiti á jólaföstu og samkvæmt Grágás (gömul lögbók Íslendinga) á að fasta hvern dag og tvær nætur í viku, nema á messudögum s.s. ekki að éta kjöt. Sú hefð er nú ekki lengur við líði en eins og þið sjáið þá er margt í aðventu dagskrá Holtaskóla fastmótað og hefur verið í mörg ár.
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is