Skertur nemendadagur og starfsdagar

Miðvikudaginn 13. nóvember verður skertur nemendadagur í Holtaskóla. Þennan dag verður leikjadagur í Reykjaneshöllinni og er skipulagið eftirfarandi:
Lesa meira

Baráttudagur gegn einelti

8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti. Dagurinn var fyrst haldinn árið 2011 og þá til að vekja athygli á því að einelti á aldrei að líðast. Í tilefni dagsins skrifuðu nemendur falleg og uppbyggileg orð á litríka Post-it miða sem þeir límdu á veggi skólans.
Lesa meira

Eikin hlýtur styrk frá Blue

Síðastliðin ár hefur Blue bílaleigan staðið fyrir Góðgerðarfest í október og safnað fé sem rennur til góðra málefna. Í ár söfnuðust 25 milljónir sem runnu til 17 mikilvægra málefna. Í dag voru styrkir afhentir á skrifstofu Blue og hlaut Eikin styrk upp á 1.400.000 krónur.
Lesa meira

Bleikur dagur, vetrarfrí og framkvæmdir

Skólastarf hefur farið einstaklega vel af stað þetta haustið. Nemendur eru almennt til fyrirmyndar og standa sig vel í þeim verkefnum sem þeir hafa verið að vinna. Skólastarf hefur farið einstaklega vel af stað þetta haustið. Nemendur eru almennt til fyrirmyndar og standa sig vel í þeim verkefnum sem þeir hafa verið að vinna. Framkvæmdir í skólanum ganga mjög vel í en gert er ráð fyrir að við fáum næsta áfanga um áramót en þá fáum við gömlu miðstigsálmuna (næst sundlaug) í gagnið.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélags Holtaskóla

Aðalfundur foreldrafélags Holtaskóla var haldinn þann 26. september 2024 í nýrri álmu Holtaskóla. Þar var lögð fram skýrsla stjórnar, reikningar lagðir fram og ný stjórn kosin.
Lesa meira

Fjölmennt á kynningarfundi fyrir foreldra

Á fimmtudaginn var haldinn kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn Holtaskóla. Þar var kynnt fyrir foreldrum leiðsagnarnám, en skólinn hefur síðastliðin tvö skólaár unnið markvisst í innleiðingu kennsluaðferðarinnar.
Lesa meira

Kynningarfundur fyrir foreldra 19. september

Á fimmtudaginn 19. september verður kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn haldin í stofum 225/226 í Holtaskóla. Á fundinum verður Leiðsagnarnám kynnt, en innleiðing kennsluaðferðarinnar hefur staðið yfir í rúmlega tvö ár og er fyrirhuguð námsferð starfsmanna í nóvember.
Lesa meira

Ljósanæturfjör í Holtaskóla

Í dag gerðu nemendur og starfsmenn sér glaðan dag og héldu Ljósanæturfjör í portinu við Holtaskóla. Í boði var að fara í snúsnú, asna, stinger, skottleik, danspartý, andlitsmálun og að leika sér á svæðinu.
Lesa meira

Setning Ljósanætur 2024

Í dag var Ljósanótt sett í skrúðgarðinum í Reykjanesbæ við hátíðlega athöfn. 3. og 7. bekkur í Holtaskóla gengu yfir í skrúðgarðinn og hlýddu þar á Kjartan Már bæjarstjóra flytja erindi og var Ljósanæturfáninn dreginn að húni og hátíðin formlega sett.
Lesa meira

Sumarlestur 2024

Bókasafn Reykjanesbæjar stendur árlega fyrir sumarlestri þar sem grunnskólanemendur eru hvattir til lesturs yfir sumartímann.
Lesa meira