100 daga hátíð í 1. bekk og þorrablót hjá 2. bekk

Í dag var haldið upp á 100 daga hátíð í 1. bekk. Það er merkur áfangi að hafa verið 100 daga í grunnskóla  og hefð fyrir því að halda hátíð af því tilfefni. Allir nemendur fá þá 10 bita af 10 mismunandi matartegundum og æfa sig í leiðinni að telja. Þetta vakti mikla gleði hjá nemendum og skemmtu sér allir vel.

Hér eru myndir frá 100 daga hátíðinni og myndband.

2. bekkur hefur verið að vinna að þemaverkefni um landnámið. Í dag hélt árgangurinn því Þorrablót þar sem nemendur fengu að smakka allskyns þorramat, voru með skuggaleikhús, sungu Frost á fróni og dönsuðu Óla skans. Gleðin var við völd, eins og tíðkast á Þorrablóti. 

Hér má sjá myndir frá deginum og myndband af nemendum dansa Óla skans.