Að takast á við óvissutíma

Nú stöndum aftur á óvissutímum, í þetta skiptið tengist óvissan jarðhræringum hér á Reykjanesskaganum. Á síðasta ári tóku sálfræðingar skólaþjónustu saman efni undir yfirskriftinni Að takast á við óvissutíma, með það að markmiði að veita foreldrum almenn en hagnýt ráð til að styðja við börnin sín á óvissutímum. Óvissan þá tengist heimsfaraldri Covid-19. Efnið á ekki síður við í dag, við höfum því aðlagað efnið lítillega með tilliti til jarðhræringa. Skjalið má finna hér.

Þess má geta að unnið er að rýmingaráætlun Holtaskóla vegna ógn í umhverfinu og ógn innan skólahúsnæðisins.