Aðalfundur foreldrafélags Holtaskóla var haldinn þann 26. september 2024 í nýrri álmu Holtaskóla. Þar var lögð fram skýrsla stjórnar, reikningar lagðir fram og ný stjórn kosin. Bjarney Rut Jensdóttir gaf áfram kost á sér sem formaður. Nýir inn í stjórn koma Einar Hallsson (gjaldkeri), Sigrún Gyða Matthíasdóttir og Jenný Þórkatla Magnúsdóttir. Aníta Rós Sigurðardóttir gaf kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Nokkur mál voru rædd undir dagskrárliðnum önnur mál og má þar helst nefna mikilvægi þess að hjúkrunarfræðingur sé með fasta viðveru í skólanum, snjalltækjanotkun á skólatíma, foreldrasáttmáli, fræðsla til foreldra um ákveðin málefni og að virkja árgangafulltrúa betur. Með því má auka styrkinn sem býr í samstöðu foreldra til að hlúa að vellíðan allra barna.
Fundargerð fundarins má finna hér.
Upplýsingar um foreldrafélag Holtaskóla má finna hér.
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is