- Skólinn
- Foreldrar
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Nám & kennsla
- Starfsfólk
Kæru foreldrar/forráðamenn,
Aðventan senn að ganga í garð, tími ljóss og friðar. Starfsfólk Holtaskóla hefur undirbúið fjölbreytta dagskrá af því tilefni sem sjá má í viðhengi. Föstudaginn 1. desember verður skólinn færður í jólabúning. Uppbrotsdagur er þennan dag til hádegis hjá öllum nemendum og fylgja þeir hefðbundinni stundatöflu eftir hádegi. Foreldrar eru velkomnir í heimsókn milli kl. 10:00 og 11:00. Jóladagskrá Holtaskóla er með hefðbundnu sniði. Rithöfundar koma í heimsókn, lestrarvinir hittast og svo verður helgileikurinn á sínum stað hjá nemendum 5. bekkjar.
Fimmtudaginn 14. desember verður hátíðarmatur í hádeginu fyrir nemendur og starfsfólk. Þeir sem eru ekki í áskrift hjá Skólamat hafa tök á því að kaupa staka máltíð og kostar sú máltíð 1000 kr. Sala hátíðarmatarmiða hefst 7. desember og lýkur þann 13. Þeir sem eiga matarmiða geta skipt þeim út fyrir hátíðarmatarmiða. Á matseðlinum í ár er kaldur kalkúnn með salvíusmjöri, brúnaðar kartöflur, eplasalat, heit sveppasósu, ásamt hefðbundnu meðlæti og ísblóm í eftirrétt. Veganréttur verður Wellington, vegan meðlæti og vegan ís. Fyrir börn sem eru í sérfæði þá fá þau íspinna í stað ísblóms.
Hér má finna aðventudagskrá Holtaskóla. Biðlum til ykkar að skoða dagskrá aðventunnar vel og ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband.
Vonum svo innilega að komandi tími verður ykkur notalegur,
Starfsfólk Holtaskóla
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is