Árshátíð Holtaskóla var haldin í íþróttahúsinu við Sunnubraut 21. mars. Foreldrar/forráðamenn, ömmur, afar og góðir gestir fjölmenntu á árshátíðina og var þétt setið. Allir nemendur skólans sýndu stórglæsileg atriði og fengu hæfileikar nemenda svo sannarlega að skína. Hver árgangur sýndi atriði en þema árshátíðarinnar var áratugir. Sögumenn og kynnar voru þau Guðbjörg Sofie Ívarsdóttir og Arnór Berg Jóhannsson og stóðu þau sig með einstakri prýði. Eftir árshátíðina bauð skólinn upp á skúffuköku, kaffi og safa.
Dagurinn var frábær í alla staði og eiga nemendur og starfsmenn mikið hrós skilið fyrir metnaðarfullan undirbúning og vel æfð atriði. Það var greinilegt að mikil vinna lá að baki atriðunum.
Hér má sjá myndir og hér má finna myndband frá árshátíðinni.
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is