- Skólinn
- Foreldrar
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Nám & kennsla
- Starfsfólk
Árshátíð Holtaskóla var haldin föstudaginn 28. mars síðastliðinn. Stúka íþróttahússins var þéttsetinn þegar nemendur úr öllum árgöngum skólans stigu á svið og sýndu glæsileg atriði.
Þema árshátíðarinnar í ár var bíómyndir og var augljóst að mikil vinna og metnaður lá að baki hverju atriði. Nemendur í leiklistarvali skólans sáu um undirbúning hátíðarinnar og handritið, sem endurspeglaði hugmyndaauðgi þeirra og sköpunarkraft. Atriðin voru fjölbreytt og skemmtileg og fengu hæfileikar nemenda svo sannarlega að njóta sín.
Að lokinni dagskrá var nemendum og gestum boðið upp á nýbakaða skúffuköku, ilmandi kaffi og frískandi safa. Það var sannarlega við hæfi að enda þessa glæsilegu árshátíð með notalegri samveru þar sem gestir ræddu um vel heppnaða skemmtun.
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is