8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti. Dagurinn var fyrst haldinn árið 2011 og þá til að vekja athygli á því að einelti á aldrei að líðast. Í tilefni dagsins skrifuðu nemendur falleg og uppbyggileg orð á litríka Post-it miða sem þeir límdu á veggi skólans. Á yngra stigi var rætt um það hvernig bekkjarfélagar nemendur vilja vera og hvað einkenni þá. Á eldra stigi var tekin umræða um mikilvægi þess að allir fái að tilheyra hópnum og hvað við getum gert til þess að gæta þess að svo sé. Afrakstur dagsins er sá að falleg og uppbyggileg orð prýða núna veggi og ganga skólans og eru góð áminning um þau gildi sem við viljum stuðla að í skólasamfélaginu.
Nemendur 1.-5. bekkjar knúsuðu einnig skólann með táknrænum hætti. Nemendur tóku sér stöðu utan við skólabygginguna, héldust í hendur og bjuggu til samfelldan hring í kringum skólann. Með þessu sameinuðust nemendur í þeirri hugsjón að skólinn okkar á að vera öruggur staður fyrir alla nemendur, þar sem einelti á ekki heima.
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is