Bleikur dagur, vetrarfrí og framkvæmdir

Skólastarf hefur farið einstaklega vel af stað þetta haustið. Nemendur eru almennt til fyrirmyndar og standa sig vel í þeim verkefnum sem þeir hafa verið að vinna.

Framkvæmdir í skólanum ganga mjög vel í en gert er ráð fyrir að við fáum næsta áfanga um áramót en þá fáum við gömlu miðstigsálmuna (næst sundlaug) í gagnið. Þangað mun Eikin flytjast tímabundið ásamt 6. og 7. bekk. Í kjölfarið verða lausu kennslustofurnar fjarlægðar til að hefja undirbúning á viðbyggingunni sem þar mun rísa.

Bleiki dagurinn verður á miðvikudaginn og í tilefni af því hvetjum við nemendur og starfsmenn til þess að mæta í einhverju bleiku og styðja þannig við málefnið. Nemendafélagið stendur fyrir sölu á bleikum bollakökum til nemenda í 7.-10. bekk og kostar kakan 500 kr. Hægt verður að borga með Aur appinu og peningum.

Vetrarfrí verður í Holtaskóla föstudaginn 25. og mánudaginn 28. október, frístund er lokuð þessa daga. Skólastarf hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 29. október.