Dagarnir 21.-23. apríl og skóladagatal 2021-2022

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Miðvikudagurinn 21. apríl er skertur nemendadagur í Holtaskóla. Kennslu lýkur kl. 11:15 þennan dag, ekki er boðið upp á hádegisverð fyrir nemendur. Frístund er opin fyrir þau börn sem þar eru skráð.

Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn og skólinn lokaður sem og föstudaginn 23. apríl, en þá er starfsdagur hjá kennurum og nemendur þ.a.l. í fríi og frístund lokuð.

Skóladagatal fyrir skólaárið 2021-2022 hefur verið samþykkt af skólaráði Holtaskóla sem og fræðsluráði. Skóladagatalið má finna á heimasíðu skólans og með því að smella hér

 

Gleðilegt sumar.