- Skólinn
- Foreldrar
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Nám & kennsla
- Starfsfólk
Dagur íslenskrar tungu var fyrst haldinn hátíðlegur að tillögu þáverandi menntamálaráðherra árið 1996. Varð fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar fyrir valinu en hann fæddist 16. nóvember 1807 og var Jónas afkastamikill rithöfundur, ljóðskáld og þýðandi.
Þennan dag hefst einnig formlega undirbúningur og æfingar fyrir Stóru upplestrarkeppnina hjá 7. bekk. Hefð hefur verið fyrir því að afhenda bekkjunum púlt sem eru merkt þeim og var það gert núna á mánudaginn. Við hlökkum til að fylgjast með nemendum æfa sig að flytja texta með vönduðum upplestri og framburði. Hápunkturinn verður lokakeppni eftir áramót þar sem grunnskólar Reykjanesbæjar eiga allir tvo fulltrúa.
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is