Fjölmennt á kynningarfundi fyrir foreldra

Á fimmtudaginn var haldinn kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn Holtaskóla. Þar var kynnt fyrir foreldrum leiðsagnarnám, en skólinn hefur síðastliðin tvö skólaár unnið markvisst í innleiðingu kennsluaðferðarinnar. Rætt var meðal annars um námsfélaga, að læra að gera mistök, vaxtarhugarfar, engar hendur upp ásamt því hver ávinningur nemenda er af þessari kennsluaferð. Lestrarmál hafa verið mikið í umræðunni í þjóðfélaginu og hóf læsisteymi skólans á síðasta skólaári vinnu við bækling sem ber nafnið Lestrarmenning í Holtaskóla. Farið var yfir mikilvægi foreldra/forráðamanna í lestrarnámi nemenda og hverjar áherslur skólans eru. Fundargestir fengu að sjá teikningu af næstu áföngum Holtaskóla og endaði kynningarfundurinn á því að foreldrum/forráðamenn gengu um skólann og skoðuðu nýja álmu skólans. 

Við viljum þakka foreldrum/forráðamönnum kærlega fyrir góða mætingu og sýndan áhuga á starfi skólans. Gott samstarf á milli heimila og skóla er lykilatriði að farsælli skólagöngu nemenda og mikilvægt að foreldrar/forráðamenn séu upplýstir um áherslur og stefnur skólans og séu virkir í samtali um þá þætti.

Hér má finna glærurnar frá kynningarfundinum:

Leiðsagnarnám

Lestrarmenning í Holtaskóla

Framkvæmdir