- Skólinn
- Foreldrar
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Nám & kennsla
- Starfsfólk
Skráning er hafin og fer fram í gegnum www.mittreykjanes.is og er skráning fyrir þetta tímabil ótengd skráningu fyrir frístundaheimilin eftir að skólastarf hefst. Gert er ráð fyrir því að foreldrar séu búnir að skrá börnin sín fyrir 20. maí.
Opnunartíminn verður frá 9:00 – 15:00. Börnin fá hádegismat og síðdegisnesti en taka með nesti til að borða fyrir hádegi. Þetta fyrirkomulag líkir sem mest eftir hefðbundnu skipulagi skóladagsins.
*15. ágúst verða frístundaheimilin opin frá 10:00 – 15:00 þar sem starfsmannafundur er í upphafi dags.
*21. ágúst lokar frístundaheimili Holtaskóla kl. 12:30 vegna námskeiðs starfsfólks.
ATH! Foreldrar með systkin á leikskólum eða hjá dagforeldrum eru beðnir um að setja inn upplýsingar um systkin vegna fjölskylduafsláttar í reitinn annað.
Frístundaheimili Holtaskóla
Gjaldskrá fyrir tímabilið 9. - 22. ágúst 2023 er, fyrir 10 daga frá kl. 09:00-15:00 samtals 20.627.- þar af er hádegismatur og síðdegisnesti samtals 7.010.- Fjölskylduafsláttur (gildir eingöngu af tímagjaldinu 13.617.-) gildir milli skólastiga, þ.e. dagforeldra, leikskóla og frístundaskóla.
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is