Frístundaheimili opna 9. ágúst fyrir börn fædd 2015

Ákveðið hefur verið að opna frístundaheimili grunnskólanna fyrir tilvonandi 1. bekkinga (börn fædd 2015) frá 9. ágúst til skólasetningar. Um leið verður ekki lengur í boði fyrir þann hóp að koma aftur inn á leikskólann sinn eftir að sumarleyfi lýkur. Markmiðin með þessari opnun eru m.a. að brúa bilið milli leik- og grunnskólagöngu nemenda, að aðlögun nýrra leikskólabarna geti farið fram fyrr en hefur verið og að aðlaga tilvonandi 1. bekkinga í grunnskólann sinn.

Sjá nánar á vef Reykjanesbæjar

Skráning er hafin og fer fram í gegnum www.mittreykjanes.is og er skráning fyrir þetta tímabil ótengd skráningu fyrir frístundaheimilin eftir að skólastarf hefst. Gert er ráð fyrir því að foreldrar séu búnir að skrá börnin sín fyrir 26. mars.