Fyrirlestur um áhrif skjátíma á þroska og líðan barna og ungmenna

Foreldrafélag Holtaskóla býður ykkur öll velkomin á frábæran og fræðandi fyrirlestur þann 15.janúar 2025 kl. 19:30 Um áhrif skjátíma á þroska og líðan barna og ungmenna – fyrirlestur sem ekkert foreldri/forráðaaðili ætti að láta framhjá sér fara. Viðburðurinn verður haldinn í stofu 225-226 í Holtaskóla.

Flest gerum við okkur grein fyrir því að skjátími hefur áhrif en fæst hversu skaðleg áhrifin geta verið á heilbrigði og líðan barna okkar.

Á fyrirlestrinum er fjallað um:

  • Snjalltækjanotkun – áhrif, afleiðingar og úrræði
  • Svefn og góðar svefnvenjur
  • Hvernig auka má trú á eigin getu
  • Hvernig ýta má undir jákvæðni fremur en neikvæðni
  • Verkfæri til að takast á við tilfinningar
  • Núvitundaræfingar – til að efla einbeitingu og hugarró

 

Fyrirlesari:
Unnur Arna Jónsdóttir eigandi Hugarfrelsis sem sérhæfir sig í vellíðan barna. Á vegum Hugarfrelsis hafa verið haldin fjölbreytt námskeið og fyrirlestrar þar sem kennt er að nota einfaldar aðferðir til að efla sjálfsmynd og vellíðan. Hugarfrelsi hefur einnig gefið út fjöldan allan af efni sem nýtist foreldrum, börnum, ungmennum og þeim sem starfa með börnum. Fjöldi foreldrafélaga og skóla hafa boðið upp á fyrirlesturinn og eru foreldrar sammála um að hann hafi bæði verið upplýsandi og veitt þeim aukin verkfæri til að takast á við áskoranir tengdar skjátíma barna.

Við hvetjum alla foreldra/forráðamenn til að mæta á þennan mikilvæga fyrirlestur.