Holtasprettur 2020

Í dag fór fram hinn árlegi Holtasprettur, en þar keppa bekkir sín á milli í allskyns þrautum. Keppt var meðal annars í stígvélakasti, boltakasti, skjóta fótbolta í gegnum húllahringi, pútti, boðhlaupi, jarðsprengjugöngu og langstökki úr rólu. Keppt er um farandbikar á hverju stigi. Keppnin í ár var hörð og naumt var á efstu sætum. Á yngsta stigi var 4. HRJ hlutskarpastur. Á miðstigi var það 7. VR sem vann bikarinn og á elsta stigi stóð 9. EÞE uppi sem sigurvegari.  Óskum þessum bekkjum til hamingju með sigurinn!

 

Hér má sjá myndir frá þessum stórskemmtilega Holtaspretti