Föstudaginn 4. júní fór fram hinn árlegi Holtasprettur, en þar keppa bekkir skólans sín á milli í margvíslegum þrautum. Keppt var meðal annars í pokahlaupi, boltatínslu, samstæðuspilum, prins póló, grjónakasti og brettabruni. 10. bekkur setti upp draugahús sem allir nemendur (sem vildu) fóru í gegnum.
Keppt er um farandbikar á hverju stigi. Eins og fyrri ár var mjótt á munum og keppnin hörð. Á yngsta stigi sigraði 4. SJ, á miðstigi var 7. EÞE hlutskarpastur og á unglingastigi stóðu 8. RI uppi sem sigurvegarar. Óskum bekkjunum til hamingju með sigurinn og þökkum fyrir skemmtilega keppni.
Hér má sjá myndir frá Holtasprettinum
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is