Holtasprettur, vorhátíð og skólaslit Holtaskóla

Holtasprettur þriðjudaginn 2. júní kl. 09:55-11:45

Nemendur mæta í heimastofu kl. 09:55. Dagskráin hefst kl. 10:10 og lýkur um kl. 11:45/12:00. Holtasprettur er keppni í fjölbreyttum þrautum sem gefa stig. Sigurvegarar verða krýndir á hverju stigi.  Nemendur eru hvattir til að koma i eftirfarandi litum eins og hægt er:

1. bekkur gulur                       2. bekkur rauður

3. bekkur grænn                     4. bekkur ljósblár

5. bekkur svartur                    6. bekkur hvítur

7. bekkur fjólublár                  8. bekkur appelsínugulur

9. bekkur bleikur                    10. bekkur dökkblár

 

Athugið að það er ekki hádegismatur þennan dag.

Frístund er opin frá kl. 11:30 -16:00.

 

Vorhátíð miðvikudaginn 3. júní kl. 09:30 – 11:30

Nemendur mæta í heimastofu kl. 09:30.  Dagskráin hefst stundvíslega kl. 09:45 og lýkur með grillveislu um kl. 11:30. Foreldrar velkomnir.

Nemendur eru vinsamlegast beðnir um að klæða sig eftir veðri og taka með sér auka fatnað, lítið handklæði og drykk ef vill.

 

Dagskrá:

Kl. 09:30                     Mæting í heimastofu

Kl. 09:45 – 10:00        BMX Brós í boði foreldrafélagsins

Kl. 10:00 – 11:00        Hoppukastalar, sápusvell, snú-snú, sápukúlur, beltagrafa, teygjó. körfuboltakeppni o.fl.

Kl. 11:00                     Litahlaupið (Color Run) – skemmtilegra að vera í hvítum bol

Kl. 11:20                     Grillaðar pylsur

 

Frístund er opin frá kl. 11:55-16:00

 

Útskrift nemenda í 10. bekk fer fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja kl. 17:00

 

Skólaslit Holtaskóla verða fimmtudaginn 4. júní í heimastofum nemenda.

 Dagskrá:

Kl. 09:00         1., 3., 5., 6., og 8. bekkur

Kl. 10:00         2., 4., 7. og 9. bekkur

           

Nemendur eru hvattir til að vera snyrtilegir til fara. Í ljósi aðstæðna mælumst við til þess að eitt foreldri mæti á skólaslitin með hverju barni og biðjum þá sem vilja ekki mikla nánd eða eru slappir um að koma ekki.

Við þökkum nemendum og foreldrum kærlega fyrir gott samstarf í vetur og hlökkum til að sjá ykkur aftur í ágúst.

 

Kveðja,

Starfsfólk Holtaskóla