Á fimmtudaginn 30. maí voru Hvatningarverðlaun menntaráðs Reykjanesbæjar afhent í Bíósal Duus við hátíðlega athöfn. Alls bárust 13 tilnefningar til ráðsins og verkefnin fjölbreytt.
Tvö verkefni voru jöfn og hlutu bæði Öspin og Lindin Hvatningarverðlaunin að þessu sinni. Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, fjölskyldufræðingur sem starfar í Holtaskóla, hlaut auk þess sérstaka viðurkenningu menntaráðs Reykjanesbæjar fyrir verkefnið Allir í skólann - snemmtæk íhlutun vegna skólaforðunar.
Markmið verkefnisins er að grípa börn sem sýna merki um skólaforðun. Með góðu samstarfi við heimilin er hægt að kortleggja líðan nemenda mun fyrr, komast að rót vandans og beita snemmtækri íhlutun. Jenný Magnúsdóttir hefur það hlutverk að sinna ráðgjöf og stuðningi til starfsmanna, foreldra og nemenda og finna með þeim árangursríkar leiðir til að stuðla að vellíðan og farsæld nemenda.
Nánar má lesa um Hvatningarverðlaunin á heimasíðu Reykjanesbæjar.
Við óskum öllum innilega til hamingju!
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is