Innritun tilvonandi 1. bekkinga fyrir skólaárið 2025-2026

Innritun er hafin fyrir börn sem eiga að hefja nám í 1. bekk grunnskóla í Reykjanesbæ haustið 2025. Gert er ráð fyrir því að foreldrar séu búnir að skrá börn sín fyrir 30. apríl.

Í Reykjanesbæ sækja nemendur grunnskóla samkvæmt skólahverfum. Foreldrar sækja um skólavist fyrir börn sín á íbúavefnum Mitt Reykjanes.

Upplýsingar á heimasíðu Reykjanesbæjar má finna hér.