Föstudaginn 8. nóvember var alþjóðlegurdagur jákvæðra samskipta. Markmiðið með deginum er að hafa áhrif á vinnuanda, ánægju í leik og starfi, sem og vellíðan í skólanum okkar - forsenda þess að starf og nám gangi sem allra best. Einnig er vert að taka fram að jákvæð samskipti eru ein mikilvægasta forvörn til að koma í veg fyrir ágreiningsmál.
Þennan dag var unnið að jákvæðum samskiptum með vinnu í bekkjum og í lok dags stóð til að knúsa skólann okkar. Því miður voru veðurguðirnir ekki hliðhollir okkur fyrr en í gær, fimmtudaginn 14. nóvember, en þá gafst loks tækifæri til að umvefja skólann eins og sést í myndbandinu sem fylgir fréttinni. Frábær athöfn, allir svo gleðir og áhugasamir um verkefnið. Hrós til nemenda og starfsmanna Holtaskóla.
Myndbandið má nálgast hér
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is