Á fimmtudaginn 19. september kl. 17:00 verður kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn haldin í stofum 225/226 í Holtaskóla. Á fundinum verður Leiðsagnarnám kynnt, en innleiðing kennsluaðferðarinnar hefur staðið yfir í rúmlega tvö ár og er fyrirhuguð námsferð starfsmanna í nóvember. Lestrarmál hafa verið mikið í umræðunni í þjóðfélaginu undanfarna mánuði og viljum við því kynna fyrir ykkur lestrarmenningu Holtaskóla og hverjar áherslur okkar eru. Eins og þið vitið tókum við í gagnið nýuppgerða álmu Holtaskóla núna í haust. Kynntar verða framtíðaráætlanir um framkvæmdir og teikningar ásamt því að gengið verður um skólann til að foreldrar/forráðamenn geti séð þær aðstæður sem nemendur vinna við í skólanum.
Gott samstarf heimila og skóla er lykilatriði að farsælli skólagöngu nemenda. Það er því mikilvægt að foreldrar láti skólagöngu barna sinna sig varða og viljum við hvetja öll til að mæta á kynningarfundinn, fræðast um aðstæður og skólagöngu barna ykkar og eiga með okkur samtal um þessa þætti.
Hlökkum til að sjá ykkur á fimmtudaginn kemur.
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is