Lestararverkefnið Skólaslit

Skólaslit er spennandi og hrollvekjandi lestrarupplifun fyrir áhugasama, forvitna nemendur og bara líka þá sem hafa áhuga á lestri og vilja fylgjast með. Lestrarupplifunin er í boði Reykjanesbæjar og er hugafóstur kennsluráðgjafa á Reykjanesi og Ævars Þórs Benediktssonar rithöfundar. Skólaslit er hrollvekja í þrjátíu og einum hluta. Sagan fjallar um hóp af krökkum sem lokast inni í skólanum sínum á hrekkjavöku. Já, og uppvakninga. Ótrúlega marga uppvakninga. Á hverjum degi í október hefur verið birtur einn kafli úr sögunni ásamt myndlýsingu Ara Hlyns Guðmundssonar Yates. 

Síðasti dagur verkefnisins var í dag og ekki annað að sjá en að nemendur hafi skemmt sér konunglega. Margir nemendur klæddir sem uppvakningar, já og eða í öðrum skemmtilegum búningum. Snæddar voru hryllingskökur og farið í Kahoot á sal. Virkilega skemmtilegur dagur - takk fyrir okkur!

Hér má sjá myndir frá deginum.