Lífshlaupið

Lífshlaupið er haldið árlega og er markmið þess að hvetja landsmenn til að huga að daglegri hreyfingu sinni og auka hana í frímtíma eins og kostur er. Í ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag. Starfsmenn Holtaskóla hafa tekið þátt í keppninni á hverjum ári með góðum árangri enda metnaðarfullt og kraftmikið starfsfólk sem starfar við skólann. Í ár var keppnin hörð og mjótt á mununum. Starfsmenn skólans urðu í 2. sæti í flokki þeirra vinnustaða með 30-69 starfsmenn og fengu silfrið fyrir bæði fjölda daga og fjölda mínútna. Þeir Axel Ingi Auðunsson og Þorbergur Jónsson fóru og veittu verðlaunum viðtöku fyrir hönd skólans. Við erum afar stolt af okkar fólki og óskum öllu starfsfólki skólans til hamingju!