Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk

Litla upplestrarkeppnin var haldin í Bergi í dag. Keppnin er haldin í fimmtánda sinn og er afkvæmi Stóru upplestrarkeppninnar. Markmið keppninnar eru að verða betri í lestri í dag en í gær og það var ljóst að því markmiði var náð hjá nemendum 4. bekkjar og gott betur. 

Nemendur byrjuðu á að flytja Guttavísur við undirleik Hörpu Jóhannsdóttur kennara. Nemendur stigu þá á stokk eftir ákveðnu skipulagi, enda hver með sitt hlutverk í upplestrinum. Fjórir nemendur 4. bekkjar fluttu tónlist fyrir áhorfendur og lék Inga Sif á píanó lagið Musette, Sigurður Dominik spilaði á klarinett lagið Á Sprengisandi, Piotr spilaði lagið Sicilan á gíatar og að lokum spilaði hún Elísa Hanna á píanó franskt lag. Þau Sóley Rún Arnardóttir og Þórbergur Eriksson, nemendur 7. bekkjar og fulltrúar Holtaskóla í Stóru upplestrarkeppninni, fluttu fyrir áhorfendur ljóðin Hafið mitt og Mykrkarherbergið. Það var öllum áhorfendum ljóst að á baki lá mikill metnaður, vinna og æfingar.

Við óskum nemendum og kennurum til hamingju með einstaklega frábæra frammistöðu. 

Hér má sjá myndband af Guttavísum og andheitum.

Hér má sjá myndir