Í dag fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hljómahöll, en þar kepptu 14 nemendur frá 7 grunnskólum Reykjanesbæjar. Þær Rúna María Fjeldsted og Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir kepptu fyrir hönd Holtaskóla og sá Ingibjörg Jóhannsdóttir kennari um þjálfun þeirra. Augljóst var að mikil undirbúningsvinna lá að baki vel æfðum upplestri hjá keppendum og fengu áhorfendur að njóta vandaðrar frammistöðu. Verðlaunahafar frá því í fyrra kynntu skáld hátíðarinnar sem voru Bergrún Íris Sævarsdóttir og Kristján frá Djúpalæk. Nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fluttu tónlistaratriði á milli atriða. Eftir að dómarar höfðu ráðið ráðum sínum voru verðlaunahafar kynntir. Rúna María hlaut 3. sætið, nemandi Njarðvíkurskóla var í 2. sæti og í 1. sæti var nemandi Myllubakkaskóla.
Við þökkum Rúnu Maríu og Sigurbjörgu Diljá fyrir glæsilega frammistöðu í keppninni og óskum Rúnu Maríu til hamingju með 3. sætið.
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is