- Skólinn
- Foreldrar
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Nám & kennsla
- Starfsfólk
Þann 12. mars fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Stapa, Hljómahöll og kepptu þar fjórtán nemendur frá sjö grunnskólum Reykjanesbæjar. Fulltrúar Holtaskóla voru þau Sóley Rún Arnarsdóttir og Þórbergur Eriksson. Ingibjörg Jóhannsdóttir kennari sjá um þjálfun nemenda fyrir lokakeppnina, en mikil undirbúningsvinna liggur að baki vel æfðum upplestri. Þau Sóley Rún og Þórbergur stóðu sig með miklum sóma og frammistaða þeirra frábær.
Keppnin hefst formlega á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember og lýkur með lokakeppninni. Markmið keppninnar er fyrst og fremst að vekja athygli á vönduðum upplestri og framsögn. Nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fluttu tónlistaratriði í upphafi keppninnar og á milli atriða. Helgi Arnarson, sviðsstjóri Menntasviðs flutti ávarp og afhenti keppendum bók að gjöf ásamt rós. Að þessu sinni var það nemandi Háaleitisskóla sem hlaut fyrsta sæti og nemendur í Myllubakkaskóla hlutu 2. og 3. sæti. Við óskum þeim til hamingju með frammistöðuna.
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is