- Skólinn
- Foreldrar
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Nám & kennsla
- Starfsfólk
Á fimmtudaginn fékk Holtaskóli góða heimsókn frá Ástu Lóu Þórsdóttur, Mennta- og barnamálaráðherra. Hún heimsótti skólann á för sinni um Reykjanesið í tilefni af kjördæmaviku. Ásta Lóa skoðaði bæði húsnæði skólans á Malarvelli, nýuppgerðan hluta Holtaskóla og framkvæmdarsvæði skólans. Hún kynnti sér leiðarljós skólans og hvernig við notum PBS og leiðsagnarnám í skólastarfinu. Nemendum fannst afar gaman að hitta ráðherra sem gaf sér tíma til þess að ræða við þá og fá þeirra álit á skólastarfinu.
Við í Holtaskóla þökkum ráðherra kærlega fyrir heimsóknina og hlökkum til að geta boðið Ástu Lóu í heimsókn síðar þegar framkvæmdum er lokið í skólanum og sjá það fyrirmyndar skólaumhverfi sem Holtaskóli mun bjóða upp á.
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is