Námskeið á vegum Skólaþjónustu Reykjanesbæjar

Við hjá Holtaskóla viljum benda foreldrum á eftirfarandi námskeið sem Skólaþjónustan í Reykjanesbæ býður upp á. Hvetjum áhugasama að skrá sig sem fyrst, enda oft fljótt uppselt á þessi námskeið.

Skólaþjónustan býður uppá ýmis fræðslu- og meðferðarnámskeið sem miða að því að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu og aðstoða börnin við að takast á við tiltekinn vanda. Ólík námskeið eru í boði og eru þau sérsniðin að ólíkum aldri og þörfum barnanna. Námskeiðin byggja á vel rannsökuðum aðferðum og allir leiðbeinendur hafa viðurkennda og löggilda fagmenntun. 

Fræðslusvið stendur fyrir fjórum mismunandi foreldrafærninámskeiðum skólaárið 2019/2020. Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar og eru námskeiðin í þeirri tímaröð sem þau verða haldin. 

https://www.reykjanesbaer.is/is/thjonusta/menntun-og-fraedsla/skolathjonusta/foreldrafaerninamskeid