Óbreytt reglugerð

Ríkistjórnin hefur ákveðið að halda reglugerðinni frá 2. desember óbreyttri um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Miðvikudaginn 2. desember höldum við því áfram með sama skipulag og verið hefur hjá nemendum í 8. - 10. bekk. Yfirvöld hafa ákveðið að þessi reglugerð gildi til og með 9. desember. Við víxlum hópum miðvikudaginn 2. desember, þannig að þeir nemendur sem hafa verið að koma í skólann kl. 09:55 eiga nú að mæta í skólann kl. 12:35 og öfugt.

Þetta á einungis við nemendur í 8. - 10. bekk. Skólahald hjá 1. - 7. bekk helst óbreytt.

Farið vel með ykkur og verið dugleg að huga að persónulegum sóttvörnum.