Öskudagur 2020

Það er óhætt að segja að gleðin hafi verið við völd á öskudaginn hér í Holtaskóla. Allskyns kynja- og furðuverur voru á ferli og gaman að sjá hugmyndaflug nemenda þegar kom að búningavali og -hönnun. Unglingastigið skemmti sér við að keppa í "minute to win it" þrautum, og mið- og yngsta stig skemmtu sér á fjölbreyttum og áhugaverðum stöðvum. Skóladagurinn endaði á því að veitt voru verðlaun á mið- og elsta stigi m.a. fyrir flottasta hópinn, tvíeykið, búninginn, frumlegasta búninginn, krúttlegasta búninginn svo eitthvað sem talið upp. 

 

Hér má svo sjá myndir frá deginum.