Öskudagur 2025

Í dag var öskudagur haldinn hátíðlegur í Holtaskóla. Margt var um að vera og gátu nemendur valið á milli margra skemmtilegra stöðva. Meðal annars spiluðu nemendur borðspil, sungið var í Karaoke, dönsuðu Just Dance og diskódans, blöðrudiskó, veiðistöð þar sem nemendur á yngra stigi veiddu nammipoka, perlað, litað, gagaball og púsluðu. Gaman að var að sjá hversu margir mættu í búningu og hversu mikil gleði var hjá nemendum og starfsfólki á þessum dagi.

Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.