Setning Ljósanætur 2024

Í dag var Ljósanótt sett í skrúðgarðinum í Reykjanesbæ við hátíðlega athöfn. 3. og 7. bekkur í Holtaskóla gengu yfir í skrúðgarðinn og hlýddu þar á Kjartan Már bæjarstjóra flytja erindi, Ljósanæturfáninn var dreginn að húni og hátíðin formlega sett. Friðrik Dór mætti og söng nokkur lög ásamt Ljósanæturlaginu okkar. Nemendur Eikarinnar drógu Ljósanæturfánann að húni hér við Holtaskóla. Skemmtilegur dagur og létu nemendur veðrið engin áhrif hafa á sig. 

Framundan er Ljósanæturhátíðin, sem er menningar- og fjölskylduhátíð í Reykjanesbæ. Fjölskyldur eru hvattar til þess að skemmta sér saman og njóta þeirrar fjölbreyttu dagskrár sem verður í boði. Jákvæð samvera með fjölskyldunni skapar öryggi og hefur mikið forvarnargildi fyrir börn og ungmenni. Við viljum minna á að þann 1. september tók vetrarútivistartíminn gildi og nú mega börn 12 ára og yngri ekki vera ein úti eftir kl. 20:00 og ungmenni 13 til 16 ára mega ekki vera ein úti eftir kl. 22:00.

Þeim tilmælum er beint til foreldra og forráðamanna að tryggja að ungmenni séu ekki ein eftirlitslaus á hátíðarsvæði eftir kl. 22:00.

"Vopnaburður á almannafæri er bannaður skv. 30. gr. vopnalaga. Brot geta varðað sektum eða fangelsi, allt að fjórum árum.
Í skóla- og frístundastarfi er allur vopnaburður stranglega bannaður og ef barn verður uppvíst að því að bera vopn er það gert upptækt, haft samband við foreldra og málið tilkynnt til lögreglu og barnaverndar í öllum tilvikum".

Skemmtum okkur fallega saman á Ljósanótt 2024

 

Myndir frá setningu Ljósanætur