Skólabyrjun og gagnlegar upplýsingar

Á föstudaginn var Holtaskóli settur og komu nemendur og hittu umsjónarkennara sína þar sem farið var yfir mikilvæg atriði fyrir skólabyrjun. Í dag var fyrsti skóladagur hjá nemendum og mættu glaðir og spenntir nemendur bæði á malarvöllinn og í Holtaskóla.

Það eru nokkur atriði sem við biðjum foreldra/forráðamenn að hafa í huga í fyrir skólaárið:

  • Mælt er með að nemendur borði staðgóðan morgunmat heima áður en lagt er af stað í skólann og komi með hollt og gott nesti eins og ávexti og grænmeti og/eða brauðsneið með hollu áleggi. Vatn er hollasti drykkurinn.
  • Nemendur í 1.-7. bekk fara út í frímínútur og í hádeginu og því mikilvægt að þeir komi klæddir eftir veðri í skólann. Einnig mælum við með að allir séu með aukaföt í töskunum sínum.
  • Nú er skólamatur gjaldfrjáls fyrir alla nemendur en nauðsynlegt er að skrá nemendur í mat á www.skolamatur.is. Nemendur í 1.-5. bekk borða hádegismat í stofum á malarvelli og þurfa að vera með vatnsbrúsa með sér. Nemendur í 6.-10. bekk borða hádegismat í íþróttahúsinu.
  • Allir nemendur eiga að lesa heima að lágmarki 5 sinnum í viku í 15 mínútur í senn og skal skrá heimalestur í Læsir appið. Hægt er að fá aðstoð hjá umsjónarkennurum til þess að setja upp appið.
  • Veikindi og leyfi er hægt að tilkynna á mentor eða til skrifstofustjóra.

 

Við viljum umfram allt að börnunum ykkar líði vel í skólanum. Við viljum að þau geri sitt besta, séu kurteis og sýni virðingu. Við munum leggja okkur fram við að aðstoða nemendur við námið og gæta þess að þeim líði vel. Þið kæru foreldrar eruð í lykilhlutverki í að ná þessu fram með okkur með því að aðstoða nemendur með námið heimafyrir, tala jákvætt og uppbyggilega um skólastarfið og hvetja börnin ykkar til dáða.

Við hlökkum til samstarfsins í vetur.