Á föstudaginn var Holtaskóli settur og komu nemendur og hittu umsjónarkennara sína þar sem farið var yfir mikilvæg atriði fyrir skólabyrjun. Í dag var fyrsti skóladagur hjá nemendum og mættu glaðir og spenntir nemendur bæði á malarvöllinn og í Holtaskóla.
Það eru nokkur atriði sem við biðjum foreldra/forráðamenn að hafa í huga í fyrir skólaárið:
Við viljum umfram allt að börnunum ykkar líði vel í skólanum. Við viljum að þau geri sitt besta, séu kurteis og sýni virðingu. Við munum leggja okkur fram við að aðstoða nemendur við námið og gæta þess að þeim líði vel. Þið kæru foreldrar eruð í lykilhlutverki í að ná þessu fram með okkur með því að aðstoða nemendur með námið heimafyrir, tala jákvætt og uppbyggilega um skólastarfið og hvetja börnin ykkar til dáða.
Við hlökkum til samstarfsins í vetur.
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is