- Skólinn
- Foreldrar
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Nám & kennsla
- Starfsfólk
Fimmtudaginn 27. febrúar fór fram skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í stofum 7. bekkjar í Holtaskóla. Að þessu sinni voru það fjórar stúlkur og fjórir drengir sem voru fulltrúar 7. bekkjar, en þau voru valin eftir bekkjarkeppni. Nemendur lásu kafla úr skáldsögunni Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson. Eydís Sól Friðriksdóttir, sigurvegari frá því í fyrra, las fyrir áhorfendur kynningu á bókinni. Dómarar í keppninni voru þær Guðbjörg Rut Þórisdóttir og Guðlaug María Lewis og fengu þær það vandasama verkefni að velja sigurvegara. Það var ljóst að mikil vinna hafði farið í undirbúning og nemendur lagt metnað í æfingar og undirbúning fyrir keppnina.
Sigurvegarar keppninnar í ár voru þau Sóley Rún Arnardóttir og Þórbergur Eriksson. Varamaður er Edda Sif Böðvarsdóttir. Aðrir keppendur voru þau Emilíana Ýr Samúelsdóttir, Fjölnir Daði Þorsteinsson, Úlfar Geir Árnason, Þór Færseth Guðjónsson og Þórdís Helgadóttir. Lokakeppnin fer fram í Stapanum miðvikudaginn 12. mars þar sem allir skólar í Reykjanesbæ munu keppa í vönduðum upplestri.
Við óskum öllum keppendum til hamingju með árangurinn, þökkum dómnefndinni fyrir sín störf, 6. og 7. bekk fyrir að vera frábærir áhorfendur og hlökkum til að fylgjast með þeim Sóleyju og Þórbergi í aðalkeppninni.
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is