Í morgun fór fram skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í sal Keilis. Að þessu sinni voru það sjö stúlkur og þrír drengir sem voru fulltrúar 7. bekkjar, en þau voru valin eftir bekkjarkeppni. Nemendur lásu svipmyndir úr skáldsögunni Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur. Sigurvegarar frá því í fyrra lásu fyrir áhorfendur kynningu á bókinni og ljóð. Dómarar í keppninni voru þær Guðbjörg Rut Þórisdóttir, Guðlaug María Lewis og Hrafnhildur Hilmarsdóttir og fengu þær það vandasama verkefni að velja sigurvegara. Það var ljóst að mikil vinna hafði farið í undirbúning og nemendur lagt metnað í æfingar og undirbúning fyrir keppnina.
Sigurvegarar keppninnar í ár voru þau Eydís Sól Friðriksdóttir og Oddur Óðinn Birkisson. Varamaður er Harpa Guðrún Birgisdóttir. Aðrir keppendur voru þau Anika Lára Daníelsdóttir, Arnór Elí Arngrímsson, Emma Dís Þórðardóttir, Kamilla Magnúsdóttir, Kristján Bergmann Einarsson, Margrét Viktoría Harðardóttir og Snædís Ívarsdóttir. Lokakeppnin fer svo fram í Stapanum miðvikudaginn 6. mars þar sem allir skólar í Reykjanesbæ munu keppa í vönduðum upplestri.
Við óskum öllum keppendum til hamingju með árangurinn, þökkum dómnefndinni fyrir sín störf, 6. og 7. bekk fyrir að vera frábærir áhorfendur og hlökkum til að fylgjast með Eydísi Sól og Oddi Óðni í aðalkeppninni.
Myndir frá keppninni má finna hér.
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is