Í morgun var haldin skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar á sal Holtaskóla. Að þessu sinni voru það átta stúlkur sem voru fulltrúar 7. bekkjar en þær voru valdar eftir keppni innan bekkjanna. Tvær stúlkur lásu í gegnum Teams forritið fyrir Helgu Hildi skólastjóra sem tók upp lesturinn og var hann spilaður eftir þeirri röð sem ákveðin hafði verið. Nemendur lásu brot úr skáldsögunni Jörgen Moesvegur 13 eftir Tor Age Bringsværd auk þess sem þeir lásu ljóð sem þeir völdu sjálfir. Dómarar í keppninni voru þær Guðbjörg Rut Þórisdóttir, Guðlaug María Lewis og Hrafnhildur Hilmarsdóttir og áttu þær vandasamt verk fyrir höndum þar sem allir þátttakendur voru vel undirbúnir, höfðu lagt mikinn metnað í æfingar og fengu áhorfendur að njóta vandaðs upplesturs. 6. og 7. bekkur fá sérstakt hrós fyrir að vera frábærir áhorfendur.
Sigurvegarar keppninnar voru þær Freyja Marý Davíðsdóttir og Rakel Elísa Haraldsdóttir. Varamaður 1 er Bergdís Brá Margeirsdóttir og varamaður 2 er Natalía Mist Pétursdóttir. Þær munu allar æfa sig fyrir lokakeppnina sem fer fram í Bergi Hljómahöll fimmtudaginn 3. mars þar sem allir skólar í Reykjanesbæ munu keppa í vönduðum upplestri.
Myndir frá keppninni má finna hér.
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is