- Skólinn
- Foreldrar
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
- Nám & kennsla
- Starfsfólk
Í október munu nemendur á mið- og unglingastigi taka þátt í lestrarupplifun sem Ævar vísindamaður stýrir. Verkefnið er afrakstur styrks sem Reykjanesbær fékk upphaflega til þess að efla áhuga drengja á lestri. Verkefnið hefur þróast út í nýstárlega lestrarupplifun með áherslu á skapandi og verklega vinnu ásamt því að áhugasvið og hugmyndir nemenda fái að njóta sín á fjölbreyttan hátt.
Verkefnið er saga eftir Ævar sem ber heitið Skólaslit og birtist á síðunni www.skolaslit.is á hverjum degi í október. Bekkurinn mun taka þátt í verkefninu á skóladögum en viljum við hvetja ykkur kæru foreldrar til að taka þátt í verkefninu um helgar. Það er auðvitað hægt að skrá það sem heimalestur. Einn kafli birtist á hverjum degi í október og birtist síðasti kafli sögunnar á sjálfri hrekkjavökunni, en sagan er hrollvekja fyrir börn og unglinga.
Hér má sjá heimasíðu Skólaslita og kynna sér nánar verkefnið og hér má stutt myndband
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is