Skólastarf frá 18. nóvember til og með 1. desember

Á morgun 18. nóvember hefst skólastarf samkvæmt nýjum takmörkunum og gilda þessar takmarkanir til og með 1. desember.

1. – 7. bekkur

Kennt verður samkvæmt stundaskrá í 1.-7. bekk frá kl. 08:10 á morgun miðvikudag, það á líka við um leikfimi og sund.

Fjöldatakmarkanir gilda í matsal og blöndun milli bekkja/árganga er ekki leyfð innandyra. Grímuskylda og 2 metra reglan á ekki við um þennan hóp.

Frístundaheimilið verður áfram með sama sniði, opið fyrir 1. og 2. bekk til kl. 15:30.

Aðkoma foreldra í skólann er enn takmörkuð og nemendur með flensueinkenni eiga alls ekki að koma í skólann.

 

8. -10. bekkur

Enn eru fjöldatakmarkanir á unglingastigi, 2 metra reglan og grímuskylda á göngum.

 

Á morgun víxlast hóparnir, hópur 1 mætir kl. 09:55 en hópur tvö mætir kl. 12:35

Við þurfum að breyta tímasetningum hjá þessum hópum en skiplag morgundagsins helst óbreytt, þ.e. spiladagurinn verður á sínum stað.

 

Vikan 18. – 24. nóvember:

Hópur 1 (fyrri hópur) frá 09:55-11:55 samkvæmt skipulagi, sjá viðhengi.

Nemendur í áskrift fá hádegismat kl. 11:00 og borða í stofum.

Hópur 2 (seinni hópur) frá 12:35-14:35 samkvæmt skipulagi, sjá viðhengi

Nemendur í áskrift fá hádegismat kl. 13:00 og borða í stofum.

 

Vikan 26. nóvember – 1. desember:

Hópur 2 (seinni hópur) frá 09:55-11:55 samkvæmt skipulagi.

Nemendur í áskrift fá hádegismat kl. 11:00 og borða í stofum.

Hópur 1 (fyrri hópur) frá 12:35-14:35 samkvæmt skipulagi.

Nemendur í áskrift fá hádegismat kl. 13:00 og borða í stofum.

 

Kær kveðja,

Skólastjórnendur