Þessa vikuna hefur skólahald verið með talsvert öðru hætti en nemendur, foreldrar og starfsfólk er vant. Fyrsta vika frá því að samkomubann var sett á er liðin og gekk skólastarf almennt vel fyrir sig. Nemendur í 1.-6. bekk hafa mætt annan hvorn dag í skólann og sinnt sínum verkefnum af miklum myndarbrag. Nemendur í 7.-10. bekk sinna sínu námi með aðstoð tækninnar og eru í sambandi við sína kennara rafrænt.
Næsta vika verður með sama sniði og liðin vika. Umsjónarkennarar halda foreldrum/forráðamönnum áfram upplýstum og setja upplýsingar inn á mentor eins og áður.
Almannavarnir hafa sent frá sér beiðni til foreldra og forráðamanna barna að draga úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma og m.a. tilmæli að börn sem leiki saman utan skóla tilheyri sama skólahópi. Það er mikilvægt að við leggjumst öll á eitt og fylgjum þeim tilmælum sem okkur eru sett.
Að lokum viljum við minna á að foreldrar eiga ekki að fara inn í skólann (nema þá að starfsmaður hafi óskað þess). Þetta er mikilvægur hluti af því að halda skólanum okkar öruggum. Ef foreldrar/forráðamenn hafa einhverjar spurningar biðjum við ykkur að hringja í síma skólans eða senda starfsmönnum tölvupóst.
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is