Fimmtudaginn 10. febrúar kl. 10:00 blæs foreldrafélag Holtaskóla og FFGÍR til skemmtunar.
Foreldrafélögin hafa skipulagt viðburð til þess að gefa nemendum og starfsfólki grunnskóla tækifæri til að gleyma sér í söng, dans og gleði. Þá ætla bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór að halda tónleika en þeim verður streymt frá Hljómahöll og þannig hægt að bjóða upp á frábæra skemmtun í hverri kennslustofu fyrir sig. Þeir nemendur sem eru heima veikir geta horft á streymið á youtube rás Hljómahallar.
Markmiðið með stofupartýinu er að koma inn með smá gleði, dansa og syngja saman í gegnum vonandi síðustu metra faraldursins og sýna í verki þakklæti til starfsfólks og nemenda með því að bjóða upp á skemmtilegan viðburð.
Við í Holtaskóla ætlum heldur betur að taka þátt í gleðinni. Það verður hattaþema hjá okkur þennan dag en nemendur mega einnig koma með popp/snakk og drykk (má vera gos en ekki orkudrykkur). Í hádeginu verður síðan pizza en þeir sem ekki eiga matarmiða eða eru í áskrift geta keypt stakan miða á 700 kr. Stakir pizzamiðar verða til sölu í skólaeldhúsinu í dag og á morgun.
Við Sunnubraut | 230 Reykjanesbæ Sími á skrifstofu: 420-3500 Netfang: holtaskoli@holtaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 420 3500 / holtaskoli@holtaskoli.is