Suðurnesjamótið í skólaskák

Suðurnesjamótið í skólaskák fór fram í gær, þriðjudaginn 1. apríl, í Heiðarskóla. Telft var í þremur opnum flokkum, 1.-4. bekk, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk. Tómas Logi Kolbeinsson, nemandi í 10. VIS, varði titil sinn frá því í fyrra og sigraði í flokki elstu nemenda. Með sigrinum hefur hann unnið sér inn keppnisrétt á Landsmóti í skólaskák sem fer fram 3.-4. maí á Ísafirði.

 Við óskum Tómasi Loga innilega til hamingju með glæsilegan árangur!